Fjölbreytni og gott hráefni
Við leggjum áherslu á að allir fái eitthvað við sitt hæfi og að maturinn sé samsettur þannig að hver máltíð eigi að uppfylla allt að helming af allri orkuþörf starfsmanna dag hvern. Hráefnið, meðhöndlunin á því og samsetning matseðla er miðuð við vitund um góða heilsu og vellíðan starfsmanna.
Markmið okkar er að mæta þörfum sem flestra á hverjum stað og því bjóðum við upp á grænmetisrétt aukalega, þrjá daga í viku, án aukakostnaðar.
Hafðu samband við okkur hjá ISS í síma 5 800 600 eða hjá sala@iss.is og við finnum lausn sem hentar fyrirtæki þínu.